Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. júní 2020 10:00 Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. Vísir/Getty Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað. Góðu ráðin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það eiga allir sína góðu og slæmu daga. Stundum verðum við pirruð í vinnunni og þráðurinn í okkur stuttur. Þá gerist það sama og allir kannast við heiman frá sér: Skapið okkar bitnar á þeim sem standa okkur næst! En það er mannlegt að eiga misjafnlega góða daga. Spurningin er bara til hvaða ráða við getum gripið, til að forðast verri dagana. Hér eru þrjú ráð sem eru sögð virka vel og það besta við þau er að í raun snýst þetta aðeins um um það bil 60 sekúndna þjálfun á dag. 1. Fyrir hvað er ég þakklát/ur í dag? Já, þetta er gamla góða ráðið um að þjálfa sig í þakklæti. Að svara þessari spurningu snemma morguns er sagt hjálpa til við að gera daginn góðan. 2. Hverjum get ég þakkað (eða hrósað) sérstaklega í dag? En ef það hjálpar til við skapið að vera þakklát fyrir eitthvað sem við höfum, eigum eða getum gert, hvers vegna ekki að taka þakklætið skrefinu lengra og spyrja okkur sjálf: Hverjum get ég þakkað sérstaklega fyrir eitthvað í dag? Eða hrósað? Vittu til, þótt þakklætið eða hrósinu sé ætlað öðrum þá er þetta ráð sem kemur sjálfum þér í gott skap. 3. Um hvað ætti ég að hugsa í dag? Ókei. Hvað er það sem kemur okkur alltaf í gott skap? Er það eitthvað sem stendur til framundan? Eða er það að hugsa um einhvern sérstakan? Það er örugglega eitthvað sem þú veist um, sem hreinlega kemur þér alltaf í gott skap að hugsa um. Taktu meðvitaða ákvörðun um að leiða hugann þangað.
Góðu ráðin Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira