Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 13:39 Búið er að umkringja Hvíta húsið hárri svartri girðingu. AP/Evan Vucci Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. Svartar girðingar hafa verið reistar víða, leyniskyttur sitja á húsþökum og þungvopnaðir hermenn ganga um götur. Víggirt Hvíta húsið minnir helst orðið á hernaðarmannvirki. Lífvarðasveit forsetans, Secret Service, segir að girðingin verði uppi fram yfir næsta miðvikudag. Í yfirlýsingu til CNN segir sveitin að girðingunni sé ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi Hvíta hússins. Þar segir einnig að hún hafi verið sett upp til að tryggja að hægt væri að halda áfram friðsöm mótmæli. Búist er við að hún hafi verið sett upp vegna viðbúnaðar fyrir helgina þegar búist er við umfangsmiklum mótmælum í Washington DC. Síðasta föstudag og um síðustu helgi kom til átaka við mótmælendur sem kveiktu elda og rupluðu nærliggjandi fyrirtæki. Trump var fluttur í neðanjarðarbyrgi Hvíta hússins vegna mótmælanna og var hann þar í rúma klukkustund samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Trump sjálfur segist þó ekki hafa verið færður í neðanjarðarbyrgið. Hann hafi farið þangað í örskotsstund til að skoða það. Sér styrk í vígbúnaði Donald Trump, sem hefur lengi farið fögrum orðum um harðstjóra og einræðisherra í heiminum er ánægður með að hafa hermenn vakta götur Washington DC og telur vígbúnaðinn til marks um styrk sinn. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump segir vígbúnaðinn tákna að hann hafi náð stjórn á götum borgarinnar. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington DC.AP/Jacquelyn Martin Deilur húsa á milli Mureal E. Bowser, borgarstjóri Washington DC, segist hafa áhyggjur af því að Trump sjái einhverjar breytinganna fyrir sér sem varanlegar. Hún hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í borginni og hafa starfsmenn ráðhússins deilt við starfsmenn Hússins um það hver fari í raun með stjórn borgarinnar. Trump sakaði Bowser nýverið um það að hafa bannað lögreglu borgarinnar að aðstoða lífvarðasveit hans við varnir Hvíta hússins. Sú ásökun átti ekki við rök að styðjast. Áhyggjurnar í ráðhúsinu náðu nýjum hæðum á miðvikudagskvöldið þegar fyrirspurn barst frá hernum um það hvaða götum borgarinnar væri best að loka til að koma hermönnum og búnaði þeirra inn í borgina til. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Nú fyrir skömmu opinberaði Bowser bréf sem hún hefur sent forsetanum þar sem hún segir neyðarástandi hafa verið aflétt. Mótmælin í gær hafi alfarið verið friðsöm og að enginn hafi verið handtekinn. Þá fer hún fram á við Trump að hann fjarlægi alla hermenn og auka viðbúnað alríkisins úr borginni. Í bréfinu til Trump lýsir Bowser einnig yfir áhyggjum af því að löggæslumenn sem tilheyri ótilgreindum alríkisstofnunum hafi verið við störf á götum Washington DC, án einkenna og vildu þeir ekki segja fólki hvaða stofnun þeir tilheyrðu. I request that @realDonaldTrump withdraw all extraordinary federal law enforcement and military presence from our city. pic.twitter.com/AvaJfQ0mxP— Mayor Muriel Bowser #StayHomeDC (@MayorBowser) June 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. Svartar girðingar hafa verið reistar víða, leyniskyttur sitja á húsþökum og þungvopnaðir hermenn ganga um götur. Víggirt Hvíta húsið minnir helst orðið á hernaðarmannvirki. Lífvarðasveit forsetans, Secret Service, segir að girðingin verði uppi fram yfir næsta miðvikudag. Í yfirlýsingu til CNN segir sveitin að girðingunni sé ætlað að tryggja nauðsynlegt öryggi Hvíta hússins. Þar segir einnig að hún hafi verið sett upp til að tryggja að hægt væri að halda áfram friðsöm mótmæli. Búist er við að hún hafi verið sett upp vegna viðbúnaðar fyrir helgina þegar búist er við umfangsmiklum mótmælum í Washington DC. Síðasta föstudag og um síðustu helgi kom til átaka við mótmælendur sem kveiktu elda og rupluðu nærliggjandi fyrirtæki. Trump var fluttur í neðanjarðarbyrgi Hvíta hússins vegna mótmælanna og var hann þar í rúma klukkustund samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Trump sjálfur segist þó ekki hafa verið færður í neðanjarðarbyrgið. Hann hafi farið þangað í örskotsstund til að skoða það. Sér styrk í vígbúnaði Donald Trump, sem hefur lengi farið fögrum orðum um harðstjóra og einræðisherra í heiminum er ánægður með að hafa hermenn vakta götur Washington DC og telur vígbúnaðinn til marks um styrk sinn. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum innan Hvíta hússins að Trump segir vígbúnaðinn tákna að hann hafi náð stjórn á götum borgarinnar. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington DC.AP/Jacquelyn Martin Deilur húsa á milli Mureal E. Bowser, borgarstjóri Washington DC, segist hafa áhyggjur af því að Trump sjái einhverjar breytinganna fyrir sér sem varanlegar. Hún hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í borginni og hafa starfsmenn ráðhússins deilt við starfsmenn Hússins um það hver fari í raun með stjórn borgarinnar. Trump sakaði Bowser nýverið um það að hafa bannað lögreglu borgarinnar að aðstoða lífvarðasveit hans við varnir Hvíta hússins. Sú ásökun átti ekki við rök að styðjast. Áhyggjurnar í ráðhúsinu náðu nýjum hæðum á miðvikudagskvöldið þegar fyrirspurn barst frá hernum um það hvaða götum borgarinnar væri best að loka til að koma hermönnum og búnaði þeirra inn í borgina til. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Nú fyrir skömmu opinberaði Bowser bréf sem hún hefur sent forsetanum þar sem hún segir neyðarástandi hafa verið aflétt. Mótmælin í gær hafi alfarið verið friðsöm og að enginn hafi verið handtekinn. Þá fer hún fram á við Trump að hann fjarlægi alla hermenn og auka viðbúnað alríkisins úr borginni. Í bréfinu til Trump lýsir Bowser einnig yfir áhyggjum af því að löggæslumenn sem tilheyri ótilgreindum alríkisstofnunum hafi verið við störf á götum Washington DC, án einkenna og vildu þeir ekki segja fólki hvaða stofnun þeir tilheyrðu. I request that @realDonaldTrump withdraw all extraordinary federal law enforcement and military presence from our city. pic.twitter.com/AvaJfQ0mxP— Mayor Muriel Bowser #StayHomeDC (@MayorBowser) June 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent