Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 19:30 Þórunn Reynisdóttir segir gjaldið sem stjórnvöld hyggist innheimta fyrir covid19 sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. júli vera allt of hátt. Stöð 2/Einar Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir gjaldið sem leggja eigi á farþega vegna sýnatöku við komuna til landsins allt of hátt og stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína. Hætt er við að fjöldi ferðaskrifstofa fari á hausinn. Allir sem koma til landsins og eftir opnun landamæranna hinn 15. júní og eru fæddir fyrir árið 2005 verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fram til mánaðamóta verður sýnatakan gjaldfrí. En frá og með 1. júlí þurfa allir eldri en fimmtán ára að greiða 15.000 krónur fyrir veiruprófið samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn var ný búin að heyra af gjaldtökunni þegar við ræddum við hana í dag. „Mér finnst þetta svakalega há upphæð. Ríkisstjórnin og þeir sem standa að þessari tölu hljóta að hugsa þetta upp á nýtt. Því það er nokkuð ljóst að fjögurra manna fjölskylda, hvort sem hún er að fara til Spánar eða koma frá Ameríku eða Þýskalandi til Íslands, er ekki að fara að greiða þetta,“ segir Þórunn. Allir sem fæddir eru eftir árið 2005 verða að greiða 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatökufrá og með 1. júlí.Vísir/ Vilhelm Ferðaskrifstofur landsins, stórar og smáar, urðu fyrir algeru tekjuhruni þegar flugsamgöngur lögðust af í byrjun mars. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði fram frumvarp um að ferðaskrifstofur gætu greitt ófarnar ferðir með inneignarnótum en það dó í meðförum þingsins. „Við vissum allan tímann að þetta yrði erfitt. Sum verkefni leggur maður af stað í og heldur að þau klárist. Svo bara gerast hlutir og það er ekki stuðningur við málið eins og við lögðum það fram,“ segir Þórdís. Hins vegar telji hún að ýmsar aðrar aðgerðir sem stjórnvöld hafi gripið til eftir að frumvarpið kom fram eigi að gagnast mörgum ferðaskrifstofum. „Annað sem hefur breyst er að við erum að opna landið eftir rúma viku. Við héldum að það væri miklu lengra í það þegar við vorum að skoða þessi mál. En það breytir ekki því að það var auðvitað ástæða fyrir að ég lagði fram þetta frumvarp. Af því að staðan er alvarleg. Vegna þess að það eru fyrirtæki sem ekki munu komast í gegnum þetta að óbreyttu. Það hefur ekkert breyst,“ segir ferðamálaráðherra. Réttur neytenda til endurgreiðslu sé þó alveg skýr Þórdís Kolbrún segir ekki reiknað með öðru frumvarpi til að taka á vanda ferðaskrifstofa. Þær eru rúmlega þrjú hundruð í landinu. Hætt sé við að margar þeirra smærri sem ekki hafi aðgang að bakhjörlum og jafnvel með heimili eigendanna að veði lifi þetta ekki af. Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn segir bæði hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti aftur á móti hafa hjálpað til hjá hennar fyrirtæki. En því miður nái brúarlánin ekki til ferðaskrifstofa. „Þetta kom mjög illa við okkur í ljósi þess að við vorum búin að fyrirframgreiða alla þjónustu fyrir okkar viðskiptavini sem voru á leið í sitt frí. Og að fá kröfu um að endurgreiða innan fjórtán daga gefur augaleið að er erfitt fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Þar af leiðandi hefur það tekið lengri tíma fyrir okkur að endurgreiða,“ segir Þórunn. Hins vegar séu greiðslur byrjaðar að berast frá hótelum, flugfélögum og öðrum þjónustuaðilum. Því sé hart að fá svo hátt gjald á sýnatökurnar loksins þegar byrjað sé að létta til.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43