Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 08:21 Lögreglumenn ýta við manni á áttræðisaldri sem stóð á torgi sem þeir voru að rýma á fimmtudag. Maðurinn féll aftur fyrir sig og slasaðist á höfði. Lögreglan hélt því upphaflega fram að maðurinn hefði „hrasað“. Tveir lögregluþjónar voru settir í launalaust leyfi eftir að myndband birtist af atvikinu. AP/Mike Desmond/WBFO Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44