Hin fullkomna hringrás geti náðst með líforkuveri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 07:00 Úrgangurinn og afurðirnar. Mynd/Vistorka Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstöku líforkuveri á Norðurlandi sem geti tekið á móti öllum lífrænum úrgangi á svæðinu og framleitt úr honum vörur, þannig að sem minnst fari til spillis og úr verði „hin fullkomna hringrás“. Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi hefur verið til skoðunar að undanförnu og hvernig sveitarfélög á svæðinu geti starfað saman í þeim efnum. Nýverið skilaði starfshópur um málið samantekt og tillögum. Þar er svokallað líforkuver nefnt til sögunnar sem einn kostur, en hvað skyldi það nú vera? „Líforkuver snýst um að taka við öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á svæðinu og meðhöndla hann með einhverjum hætti og framleiða vörur. Þegar ég segi allan lífrænan úrgang þá á ég við úrgang frá sláturhúsum, úrgang frá heimilum, úrgang frá veitingahúsum. Úrgang frá matvinnslufyrirtækjum, gróðurúrgang, tré og hvað sem er, timbur, pappa upp að vissu marki,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, sem vinnur meðal annars að því að vinna áætlunum um líforkuverið brautargengi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þannig væri hægt að safna öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á Norðurlandi, og mögulega Austurlandi, á einum stað og búa til seljanlegar vörur. „Þannig að við erum að tala um lífrænan úrgang sem getur breyst í moltu sem er áburður, breyst í metan og kannski aðaluppsprettan í metaninu yrði mykja frá bændum. Síðan erum við að tala um steikingarolíu og þess háttar. Þannig að við erum að fá moltu, við erum að fá metan og við erum að fá lífdísíl. Allt eru þetta vörur sem verða til, verða virðisaukandi vörur sem draga úr innflutningi á olíu og áburði og eru umhverfisvænar og eru inn í þessu hringrásarhagkerfi. Við erum að taka þetta inn í hina fullkomnu hringrás,“ segir Guðmundur. Þegar búið að taka fyrstu skrefin Molta, metan og lífdísil eru þegar í framleiðslu úr úrgangi á og í grennd við. Akureyri. Metan er tekið úr gömlu ruslahaugum bæjarins í Glerárdal og selt sem eldsneyti á bíla. Í Eyjafirði er molta framleitt úr ýmsum lífrænum úrgangi og notuð steikingarolía og dýrafita er notuð til að framleiða lífdísíl, sem meðal annars er notuð sem bætiefni í eldsneyti fiskiskipaflota Samherja. Akureyringar geta safnað steikingarolíu sem verður eftir þegar búið er að elda í sérstök ílát og skilað. Úr þessu er framleiddur lífdísill.Vísir „Vandamálið í dag er að þetta eru sjálfstæðar einingar hver og ein að basla í sínum rekstri,“ segir Guðmundur. Með líforkuverinu væri hægt að gera þetta allt á sama stað. „Þarna værum við að líka að búa til samþættingu á milli þessara ferla. Þarna værum við að búa til heildarkonsept sem væri svolítið einstakt,“ segir Guðmundur. ESA telur Ísland ekki standa sig í stykkinu varðandi förgun tiltekinna dýraafurða Akureyringar og nærsveitungar eru tiltölulega framarlega hér á landi þegar kemur að lífrænum úrgangsmálum. Græna tunnan fyrir lífrænan úrgang er á flestum heimilum og margir safna olíu með sérstöku apparati frá Vistorku. Betur má þó ef duga skal og telur Guðmundur að með líforkuveri væri hægt að ná lífrænum úrgangi sem fer til spillis eins og staðan er í dag. „Við erum ekki að ná öllum sláturúrgangi, það er verið að grafa dýrahræ og þess háttar þannig að við erum ekki að ná öllum úrgangi, matarúrgangi. Við erum ekki að ná trjáúrgangi, greinum og þess háttar. Við erum að ná mikið af steikingarolíunni en við erum ekki að ná fitunni til að vinna lífdísíl. Við erum búin að taka fyrstu skrefin við eigum mörg eftir,“ segir Guðmundur. Bendir hann á að í apríl síðastliðnum hafi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, komist að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli ekki skuldbindingar sínar gagnvart EES-samningnum varðandi förgun tiltekinna afurða úr dýraríkinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, þefar af eyfirskri moltu, unna úr ýmsum lífrænum úrgangi.Vísir/Tryggvi. Ekki væru til staðar fullnægjandi kerfi sem kemur í veg fyrir beina förgun á urðunarstöðum án undangenginna vinnslu tiltekinna aukaafurða úr dýraríkinu, auk þess sem að greftrun dýrahræja á sveitabæjum væri útbreidd. Miðað við þetta álit ESA þyrfti því að finna lausnir við þessu vandamáli, og þar gæti líforkuver verið ein lausn. Framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hefur verið falið að ræða við umhverfisráðuneytið um mögulegt samstarf sveitarfélaga á svæðinu um framtíðarskipan úrgangsmála miðað við þær tillögur sem umræddur starfshópur lagði fram. Svona sér vistorka fyrir sér að hægt verði að byggja upp líforkuver í þrepum, og allt sem hún gæti framleitt má finna í stóra hringnum til hægri.Mynd/Vistorka Boltinn hjá sveitarfélögunum Guðmundur vill að sveitarfélögin taki nú við boltanum og ræði hvort að líforkuver, sem hann telur að muni kosta um þrjá milljarða, geti verið fýsileg lausn á lífrænum úrgangsmálum á Norðurlandi. „Við erum búin að teikna upp hugmyndina, hún er komin á borðið. Það sem þyrfti að gera núna er að sveitarfélögin hérna á svæðinu þyrftu að eiga þetta samtal. Er þetta lausn sem þau vilja horfa til? Ef að þau sættast á það að vinna áfram með þessa lausn, að þetta sé besta lausnin sem er í boði, miðað við þær kröfur sem eru í dag um meðhöndlun á úrgangi. Þá þarf að fara í svokallað hagkvæmnimat, er þetta hagkvæmt sem lausn og skynsamlegt? Það væri þá næsta skref.“ Akureyri Orkumál Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstöku líforkuveri á Norðurlandi sem geti tekið á móti öllum lífrænum úrgangi á svæðinu og framleitt úr honum vörur, þannig að sem minnst fari til spillis og úr verði „hin fullkomna hringrás“. Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi hefur verið til skoðunar að undanförnu og hvernig sveitarfélög á svæðinu geti starfað saman í þeim efnum. Nýverið skilaði starfshópur um málið samantekt og tillögum. Þar er svokallað líforkuver nefnt til sögunnar sem einn kostur, en hvað skyldi það nú vera? „Líforkuver snýst um að taka við öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á svæðinu og meðhöndla hann með einhverjum hætti og framleiða vörur. Þegar ég segi allan lífrænan úrgang þá á ég við úrgang frá sláturhúsum, úrgang frá heimilum, úrgang frá veitingahúsum. Úrgang frá matvinnslufyrirtækjum, gróðurúrgang, tré og hvað sem er, timbur, pappa upp að vissu marki,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, sem vinnur meðal annars að því að vinna áætlunum um líforkuverið brautargengi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þannig væri hægt að safna öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á Norðurlandi, og mögulega Austurlandi, á einum stað og búa til seljanlegar vörur. „Þannig að við erum að tala um lífrænan úrgang sem getur breyst í moltu sem er áburður, breyst í metan og kannski aðaluppsprettan í metaninu yrði mykja frá bændum. Síðan erum við að tala um steikingarolíu og þess háttar. Þannig að við erum að fá moltu, við erum að fá metan og við erum að fá lífdísíl. Allt eru þetta vörur sem verða til, verða virðisaukandi vörur sem draga úr innflutningi á olíu og áburði og eru umhverfisvænar og eru inn í þessu hringrásarhagkerfi. Við erum að taka þetta inn í hina fullkomnu hringrás,“ segir Guðmundur. Þegar búið að taka fyrstu skrefin Molta, metan og lífdísil eru þegar í framleiðslu úr úrgangi á og í grennd við. Akureyri. Metan er tekið úr gömlu ruslahaugum bæjarins í Glerárdal og selt sem eldsneyti á bíla. Í Eyjafirði er molta framleitt úr ýmsum lífrænum úrgangi og notuð steikingarolía og dýrafita er notuð til að framleiða lífdísíl, sem meðal annars er notuð sem bætiefni í eldsneyti fiskiskipaflota Samherja. Akureyringar geta safnað steikingarolíu sem verður eftir þegar búið er að elda í sérstök ílát og skilað. Úr þessu er framleiddur lífdísill.Vísir „Vandamálið í dag er að þetta eru sjálfstæðar einingar hver og ein að basla í sínum rekstri,“ segir Guðmundur. Með líforkuverinu væri hægt að gera þetta allt á sama stað. „Þarna værum við að líka að búa til samþættingu á milli þessara ferla. Þarna værum við að búa til heildarkonsept sem væri svolítið einstakt,“ segir Guðmundur. ESA telur Ísland ekki standa sig í stykkinu varðandi förgun tiltekinna dýraafurða Akureyringar og nærsveitungar eru tiltölulega framarlega hér á landi þegar kemur að lífrænum úrgangsmálum. Græna tunnan fyrir lífrænan úrgang er á flestum heimilum og margir safna olíu með sérstöku apparati frá Vistorku. Betur má þó ef duga skal og telur Guðmundur að með líforkuveri væri hægt að ná lífrænum úrgangi sem fer til spillis eins og staðan er í dag. „Við erum ekki að ná öllum sláturúrgangi, það er verið að grafa dýrahræ og þess háttar þannig að við erum ekki að ná öllum úrgangi, matarúrgangi. Við erum ekki að ná trjáúrgangi, greinum og þess háttar. Við erum að ná mikið af steikingarolíunni en við erum ekki að ná fitunni til að vinna lífdísíl. Við erum búin að taka fyrstu skrefin við eigum mörg eftir,“ segir Guðmundur. Bendir hann á að í apríl síðastliðnum hafi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, komist að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli ekki skuldbindingar sínar gagnvart EES-samningnum varðandi förgun tiltekinna afurða úr dýraríkinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, þefar af eyfirskri moltu, unna úr ýmsum lífrænum úrgangi.Vísir/Tryggvi. Ekki væru til staðar fullnægjandi kerfi sem kemur í veg fyrir beina förgun á urðunarstöðum án undangenginna vinnslu tiltekinna aukaafurða úr dýraríkinu, auk þess sem að greftrun dýrahræja á sveitabæjum væri útbreidd. Miðað við þetta álit ESA þyrfti því að finna lausnir við þessu vandamáli, og þar gæti líforkuver verið ein lausn. Framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hefur verið falið að ræða við umhverfisráðuneytið um mögulegt samstarf sveitarfélaga á svæðinu um framtíðarskipan úrgangsmála miðað við þær tillögur sem umræddur starfshópur lagði fram. Svona sér vistorka fyrir sér að hægt verði að byggja upp líforkuver í þrepum, og allt sem hún gæti framleitt má finna í stóra hringnum til hægri.Mynd/Vistorka Boltinn hjá sveitarfélögunum Guðmundur vill að sveitarfélögin taki nú við boltanum og ræði hvort að líforkuver, sem hann telur að muni kosta um þrjá milljarða, geti verið fýsileg lausn á lífrænum úrgangsmálum á Norðurlandi. „Við erum búin að teikna upp hugmyndina, hún er komin á borðið. Það sem þyrfti að gera núna er að sveitarfélögin hérna á svæðinu þyrftu að eiga þetta samtal. Er þetta lausn sem þau vilja horfa til? Ef að þau sættast á það að vinna áfram með þessa lausn, að þetta sé besta lausnin sem er í boði, miðað við þær kröfur sem eru í dag um meðhöndlun á úrgangi. Þá þarf að fara í svokallað hagkvæmnimat, er þetta hagkvæmt sem lausn og skynsamlegt? Það væri þá næsta skref.“
Akureyri Orkumál Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira