Hin 100 ára Guðrún rifjar upp fyrsta sjómannadaginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 21:00 Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði. Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Eldri borgarar Tímamót Tengdar fréttir Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Lítið um hátíðarhöld í dag Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. 7. júní 2020 13:21