Hugleiðing á útskriftardegi Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. júní 2020 15:00 Þessa dagana eru skólar landsins í óðaönn að útskrifa nemendur og við foreldrar fyllumst stolti á þessum merku tímamótum í lífi barnanna okkar. Það er alveg sama hvort við erum að tala um leik- grunn-, framhalds- eða háskólanám. Á stundum sem þessum fyllumst við foreldrar, systkini, afar og ömmur sem og aðrir aðstandendur stolti yfir börnunum okkar. Þessari ungu og flottu kynslóð, enda ekki annað hægt. Við þurfum ekki annað en að líta örsnöggt í baksýnisspegilinn til að sjá hvað þau hafa þroskast og vaxið á þessum tíma. Tekist á við alls konar áskoranir þar sem sumt hefur mögulega gengið betur en annað en þannig er lífsins skóli. Við erum öll góð í einhverju og sem foreldri finnst manni það mikilvægast á tímamótum sem þessum að börnunum okkar líði vel, þau búi við ást og umhyggju, þau þekki sína styrkleika og hafi trú á sjálfum sér. Eða eins og skáldið Gunnar M. Magnúss, sagði forðum: Mundu það æska að allt þitt lánog auðlegð í sjálfri þér býr.Hver drengileg hugsun, hvert drengilegt orðtil dáðrakkra verka knýr.Vertu lifandi, vakandi, starfandi, sterkog styrktu þinn undramátt.Haldu hreinleik og dirfð, berðu höfuðið háttog horfðu í sólarátt. Í dag mun dóttir mín ásamt skólasystkinum sínum útskrifast úr grunnskóla og hefja líkt og margir aðrir framhaldsskólanám í haust. Spurningar eins og: hvert skal stefna? í hvaða skóla ætlarðu? hvað langar þig að læra? hafa dunið á henni líkt og öðrum sem eru í þessum sömu sporum. Þessi tímamót eru sveipuð ákveðinni gleði, spennu og ævintýraljóma á sama tíma og þeim fylgir sömuleiðis ákveðin dulúð og óvissa. Hlutverki okkar foreldra er hins vegar ekki lokið og skilaboðin „slaka en ekki sleppa“ frá Saman hópnum mikilvægt veganesti inn á næsta skólastig. Alveg sama hvort börnin okkar eru að byrja í leik, grunn- eða framhaldsskóla þá ætla ég að gefa mér að við hugsum mörg hver á svipuðum nótum, við viljum að þeim vegni vel, þeim líði vel, þau eignist góða vini, þeim gangi vel í skólanum og skólasamfélagið í heild sinni taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra. Í gegnum árin hefur okkur foreldrum gefist einstakt tækifæri í upphafi hvers skólaárs að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólastarf og skólasamfélag enn betra. Að virkja foreldra og fá þá til að leiða bekkjarfulltrúastarf í skólum landsins hefur sums staðar reynst vandasamt verkefni. Það er ekki það að ekki sé öfluga einstaklinga að finna innan foreldrasamfélagsins, því þar er gríðarlega mikill og öflugur mannauður sem mikilvægt er að ná til og virkja með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Þegar börnin okkar hefja nám í grunnskóla þá skiptir miklu máli að við áttum okkur strax á á okkar mikilvæga hlutverki sem skólaforeldrar og hvað við getum gert til að láta gott af okkur leiða. Samstarf, samtal og samstaða foreldra skiptir hér miklu máli. Það er fátt sem sameinar börnin okkar meir en grunnskólinn auk þess sem þau verja þar lengstum tíma. Það er því til mikils að vinna að vel takist til. Á fésbókinni hefur gengið færsla sem margir hafa deilt, þar sem meginboðskapurinn er að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Ekki skilja út undan, að börn vilji tilheyra og vera samþykkt og fá að vera með. Hér skiptir umgjörð leiksins meira máli en úrslitin sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa og hlúa að? Ef við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi, samhugur og samstaða ríkir þá þurfum við ekkert síður að hafa hag annarra barna að leiðarljósi líkt og þau væru okkar eigin. Mögulega þurfum við sömuleiðis á hugarfarsbreytingu að halda því um leið og börnin okkar byrja í grunnskóla þá er mikilvægt að við lítum á foreldrastarfið sem samstarfsverkefni til tíu ára í stað afplánunar í eitt. Saman getum við gert góða hluti og oft þarf ekki meira en einn kraftmikinn leiðtoga innan öflugs foreldrahóps til að leiða gott og mikilvægt starf þar sem allir leggja sitt af mörkum. Þannig stuðlum við að samstöðu, samvinnu, samveru, jöfnuði og góðum samskiptum með hag barnanna okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru skólar landsins í óðaönn að útskrifa nemendur og við foreldrar fyllumst stolti á þessum merku tímamótum í lífi barnanna okkar. Það er alveg sama hvort við erum að tala um leik- grunn-, framhalds- eða háskólanám. Á stundum sem þessum fyllumst við foreldrar, systkini, afar og ömmur sem og aðrir aðstandendur stolti yfir börnunum okkar. Þessari ungu og flottu kynslóð, enda ekki annað hægt. Við þurfum ekki annað en að líta örsnöggt í baksýnisspegilinn til að sjá hvað þau hafa þroskast og vaxið á þessum tíma. Tekist á við alls konar áskoranir þar sem sumt hefur mögulega gengið betur en annað en þannig er lífsins skóli. Við erum öll góð í einhverju og sem foreldri finnst manni það mikilvægast á tímamótum sem þessum að börnunum okkar líði vel, þau búi við ást og umhyggju, þau þekki sína styrkleika og hafi trú á sjálfum sér. Eða eins og skáldið Gunnar M. Magnúss, sagði forðum: Mundu það æska að allt þitt lánog auðlegð í sjálfri þér býr.Hver drengileg hugsun, hvert drengilegt orðtil dáðrakkra verka knýr.Vertu lifandi, vakandi, starfandi, sterkog styrktu þinn undramátt.Haldu hreinleik og dirfð, berðu höfuðið háttog horfðu í sólarátt. Í dag mun dóttir mín ásamt skólasystkinum sínum útskrifast úr grunnskóla og hefja líkt og margir aðrir framhaldsskólanám í haust. Spurningar eins og: hvert skal stefna? í hvaða skóla ætlarðu? hvað langar þig að læra? hafa dunið á henni líkt og öðrum sem eru í þessum sömu sporum. Þessi tímamót eru sveipuð ákveðinni gleði, spennu og ævintýraljóma á sama tíma og þeim fylgir sömuleiðis ákveðin dulúð og óvissa. Hlutverki okkar foreldra er hins vegar ekki lokið og skilaboðin „slaka en ekki sleppa“ frá Saman hópnum mikilvægt veganesti inn á næsta skólastig. Alveg sama hvort börnin okkar eru að byrja í leik, grunn- eða framhaldsskóla þá ætla ég að gefa mér að við hugsum mörg hver á svipuðum nótum, við viljum að þeim vegni vel, þeim líði vel, þau eignist góða vini, þeim gangi vel í skólanum og skólasamfélagið í heild sinni taki vel á móti þeim og mæti þörfum þeirra. Í gegnum árin hefur okkur foreldrum gefist einstakt tækifæri í upphafi hvers skólaárs að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólastarf og skólasamfélag enn betra. Að virkja foreldra og fá þá til að leiða bekkjarfulltrúastarf í skólum landsins hefur sums staðar reynst vandasamt verkefni. Það er ekki það að ekki sé öfluga einstaklinga að finna innan foreldrasamfélagsins, því þar er gríðarlega mikill og öflugur mannauður sem mikilvægt er að ná til og virkja með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Þegar börnin okkar hefja nám í grunnskóla þá skiptir miklu máli að við áttum okkur strax á á okkar mikilvæga hlutverki sem skólaforeldrar og hvað við getum gert til að láta gott af okkur leiða. Samstarf, samtal og samstaða foreldra skiptir hér miklu máli. Það er fátt sem sameinar börnin okkar meir en grunnskólinn auk þess sem þau verja þar lengstum tíma. Það er því til mikils að vinna að vel takist til. Á fésbókinni hefur gengið færsla sem margir hafa deilt, þar sem meginboðskapurinn er að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Ekki skilja út undan, að börn vilji tilheyra og vera samþykkt og fá að vera með. Hér skiptir umgjörð leiksins meira máli en úrslitin sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa og hlúa að? Ef við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi, samhugur og samstaða ríkir þá þurfum við ekkert síður að hafa hag annarra barna að leiðarljósi líkt og þau væru okkar eigin. Mögulega þurfum við sömuleiðis á hugarfarsbreytingu að halda því um leið og börnin okkar byrja í grunnskóla þá er mikilvægt að við lítum á foreldrastarfið sem samstarfsverkefni til tíu ára í stað afplánunar í eitt. Saman getum við gert góða hluti og oft þarf ekki meira en einn kraftmikinn leiðtoga innan öflugs foreldrahóps til að leiða gott og mikilvægt starf þar sem allir leggja sitt af mörkum. Þannig stuðlum við að samstöðu, samvinnu, samveru, jöfnuði og góðum samskiptum með hag barnanna okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun