Íslenskir ferðamenn út um allt í uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2020 13:20 Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. Magnús Hlynur Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu við að taka á móti þeim Íslendingum sem ætla að ferðast um svæðið í sumar. Mikil aðsókn hefur verið á svæðið síðustu helgar og fólk er miklu duglegra að nota sumarbústaðina sína eftir að kórónuveiran kom til sögunnar. Margar af helstu náttúruperlum landsins eru í uppsveitum Árnessýslu eins og Gullfoss og Geysir, Þingvellir, Þjórsárdalur, Kerið, Brúarhlöð og Skálholt svo einhverjir staðir séu nefndir. Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu. „Góðu fréttirnar eru þær að undanfarnar helgar þá hefur verið mjög mikið af fólki hérna á ferðinni og við sjáum fram á að það haldi áfram. Fólk er að nota bústaðina sína miklu meira heldur en áður og fólk er að fara í bíltúr til að skoða náttúruperlurnar okkar og njóta eftir alla inniveruna, menn voru farnir að þrá það að komast aðeins út í sveitina“. Ásborg Arnþórsdóttir, sem er ferðamálafulltrúi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu en það eru Grímsnes og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða og Gnúpverjahreppur.aðsend En eru þeir sem stunda ferðaþjónustu í uppsveitunum tilbúnir til að taka á móti Íslendingum í sumar? „Já, fólkið er mjög tilbúið og margir búnir að breyta hlutunum aðeins hjá sér og sveigja sig í áttina að því. Maður heyrir líka að Íslendingar margir hverjir eru að uppgötva landið sitt, það eru ekkert allir sem hafa verið að ferðast mikið innanlands, þeir stukku alltaf til útlanda og þetta varð einhvern veginn eftir,“ segir Ásborg. En hvað heldur Ásborg með 15. júní þegar við opnum landið á ný, heldur hún að útlendingar verið duglegir að koma til Íslands í sumar? „Það er stóra óvissan, ég er ekki mjög bjartsýn á það, ég held að heimurinn sé allur í þeirri óvissu að menn fari sér hægt. Við eigum eftir að sjá ferðamenn aftur, það er engin hætta á öðru á Íslandi en það á eftir að taka svolítinn tíma að fá fólk til að ferðast aftur um heiminn en þegar þar að kemur, þá er ég viss um að Ísland verður ofarlega á lista út af öryggi, hreinleika og öllu því, menn eiga eftir að vanda valið hvert þeir fara“, segir Ásborg.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira