Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 11:53 Þórólfur telur ekki líklegt að sambærileg staða komi upp á Íslandi. Við gætum þó átt von á að stök smit komi upp. Vísir/vilhelm Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54