Brosmildir Kringlugestir tóku hundunum fagnandi Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 15:52 Þessi hundur fékk að kíkja í Kringluferð í dag. Vísir/Einar Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar
Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira