Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Kennie Chopart virðist líka það vel að leika á gervigrasinu á Hlíðarenda. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara með eins marks forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00