Danski Tobias á leiðinni til landsins: Bókaði um leið og Mette Frederiksen sagði „gó“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 14:16 Tobias Kabat kemur með síðdegisvél til Keflavíkurflugvallar á morgun. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“ Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“
Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira