Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 08:41 Rayshard Brooks sofnaði í röðinni í bílalúgu á veitingastaðnum Wendy's. Lögreglan var kölluð til með þeim afleiðingum að Brooks var skotinn til bana. EPA/ JOHN AMIS/ STEWART TRIAL ATTORNEYS HANDOUT Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt. Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. Þetta segir í niðurstöðu réttarmeinafræðings Fulton County sem birt var á sunnudag. Í kjölfarið hófust mótmæli í Atlanta á ný en mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og hefur kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi verið mótmælt. Mótmælin hófust fyrst í kjölfar dauða George Floyd, svarts Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglu. Við krufningu sem gerð var á sunnudag kom í ljós að Brooks, sem var 27 ára gamall, hafi látist vegna blóðláts og líffæraskemmda sem orsökuðust af tveimur skotsárum. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í yfirlýsingu. Þá sé dauði hans flokkaður sem manndráp. Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðarins Wendy‘s og var skotinn í bakið eftir átök við lögreglu. Lögreglustjórinn í Atlanta hefur látið af störfum eftir atvikið. Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt það í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hafa mælst með of hátt magn áfengis í blástursmæli. Myndbönd sem náðust af atvikinu sýna að samskipti lögreglunnar og Brooks hafi verið nokkuð vinaleg fyrst, Brooks talaði um afmæli dóttur sinnar. Þegar lögreglumaðurinn ætlaði að handtaka Brooks brutust út átök við lögreglumennina tvo sem voru á staðnum. Brooks náði að losa sig og hrifsaði rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu yfir bílastæðið. Þá sést í öryggismyndavél veitingastaðarins að Brooks sneri sér við og virtist ætla að skjóta af rafmagnsbyssunni þegar annar lögreglumannanna dregur fram skammbyssu sína og skýtur af henni með þeim afleiðingum að Brooks fellur til jarðar. Lögreglumaðurinn sem er grunaður um morðið á Brooks hefur verið rekinn og hinn lögreglumaðurinn sem var á staðnum, einnig hvítur, hefur verið settur í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að dauði Brooks hafi verið morð en það hefur síðan verið leiðrétt.
Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira