Trump tilkynnir breytingar á löggæslu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 21:13 Donald Trump skrifaði undir tilskipunina umkringdur löggæsluaðilum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41
Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35
Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36