Sigla heim eftir að áhöfnin hafnaði launalækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 09:19 Áhöfn Berglínar siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur, í burtu frá rækjuslóðum. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Áhöfnin á rækjuskipinu Berglíni GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður Berglínar, sagði í samtali við RÚV í nótt að áhöfn skipsins hafi heyrt af því á föstudag að útgerðin, Nesfiskur, hygðist ekki gera upp samkvæmt samningi við skipverja. Það hafi svo komið í ljós á mánudag þegar laun voru greidd út. Þá hafi stjórnendur útgerðarinnar upplýst áhöfnina um það að þeir hygðust ekki gefa vilyrði fyrir leiðréttingu launa. Áhöfnin er þó tilbúin til að mæta stjórnendum til viðræðna um breytingu á launum í ljósi aðstæðna vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglín Gk 300, hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra, við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur,“ skrifaði Ingi Þór á Facebook í gær. Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipa Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund til að ræða við stjórnendur Nesfisks í byrjun næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Áhöfnin landaði fyrst í Siglufirði en fékk svo símtal um að haldið skyldi til Njarðvíkur í burtu frá rækjuslóðum. Ekki var hægt að ná tali af Inga Þór þegar fréttastofa Vísis hafði samband við áhöfnina og enginn annar áhafnarmeðlimur var tilbúinn til að ræða málið að svo stöddu. Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Reykjanesbær Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira