Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 07:30 David Luiz fékk beint rautt spjald í leik Arsenal og Man City í gær. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00