Hringja sig inn veika í mótmælaskyni eftir að lögregluþjónn var ákærður fyrir morð Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 23:38 Skjáskot úr búkmyndavél Devin Brosnan og sýnir Garret Rolfe og Rayshard Brooks áður en Rolfe skaut Brooks til bana. AP/Lögreglan í Atlanta Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira
Lögregluþjónar í bandarísku borginni Atlanta í Georgíuríki hringdu sig inn veika í dag til þess að mótmæla því að lögregluþjónninn Garrett Rolfe, sem skaut hinn 27 ára gamla Rayshard Brooks til bana í síðustu viku, hafi verið ákærður fyrir morð. Starfandi lögreglustjóri Atlanta, Rodney Bryant, sagði í samtali við Associated Press að veikindatilkynningarnar hafi byrjað að hrannast inn í gærkvöldi eftir að ákæran var gefin út og þær hafi haldið áfram að berast í dag. Ekki er ljóst hversu margir lögregluþjónar munu ekki mæta til starfa en Bryant sagði mannaflann nægja til að halda starfsemi óbreyttri í borginni. Rodney Bryant, starfandi lögreglustjóri í Atlanta.AP/Brynn Anderson „Sumir eru reiðir, aðrir óttaslegnir. Sumir vita einfaldlega ekki hvað á að gera og öðrum finnst eins og yfirmenn hafi yfirgefið þá,“ sagði Bryant um lögreglumennina sem hafa kosið að hringja sig inn veika. „Við viljum fullvissa þá um að við munum komast í gegnum þetta.“ Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Rolfe í gær sem skaut Brooks til bana eftir að hann hafði gripið rafstuðbyssu lögreglumannsins og á flóttanum hleypt af rafbyssunni í átt að Rolfe. Paul Howard, yfirsaksóknari í Fultonsýslu í Georgíu, sem gaf út ákæruna sagði að lífi Rolfe hafi ekki verið ógnað af Brooks. Þá greindi hann einnig frá því að Rolfe hafi sparkað í Brooks þar sem hann lá særður á jörðunni og neitaði honum um læknisaðstoð í tvær mínútur. Howard sagði þá að félagi Rolfe, Devin Brosnan hafi stigið á öxl Brooks þar sem hann lá særður. Brosnan hefur verið ákærður fyrir líkamsárás vegna málsins. Rolfe var rekinn í vikunni en lögreglustjórinn Erika Sheilds lét af störfum vegna málsins. Hún skilaði uppsagnarbréfi sínu fyrr í vikunni en hún hafði gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá því í desember 2016. Hún hafði starfað í lögreglunni í tuttugu ár en mun áfram starfa innan lögreglunnar.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Sjá meira