Flutt á sjúkrahús eftir tvö hjólaslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 07:05 Konan var hjólandi á Seltjarnarnesi þegar slysið varð. Vísir/vilhelm Karlmaður og kona voru flutt á slysadeild á áttunda tímanum í gær eftir hjólaslys, konan á Seltjarnarnesi og maðurinn í Breiðholti. Í dagbók lögreglu segir að konan hafi dottið af reiðhjóli sínu og hlotið „aflögun á fingri“. Maðurinn var á bifhjóli en missti stjórn á því og ók á ljósastaur. Hann kenndi eymsla í handlegg eftir óhappið og var því fluttur á slysadeild líkt og áður segir. Þá hlupu ökumaður bíls og þrír farþegar af vettvangi þegar lögregla stöðvaði þá í miðbænum í gærkvöldi. Allir fjórir voru handteknir skömmu síðar. Grunur er um ölvun við akstur og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Um klukkan hálf tvö í nótt reyndi annar ökumaður sem stöðvaður var í Grafarvogi að hlaupa frá vettvangi. Hann er grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda og að fara ekki að fyrirmælum lögreglum. Þá var bíllinn sem hann ók enn á nagladekkjum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hóteli í Hlíðunum á öðrum tímanum í nótt þar sem maður hafði komið inn á hótelið og sofnað í anddyri. Hann var sagður í annarlegu ástandi. Að endingu náðist að vekja hann og færa á lögreglustöð, þar sem hann óskaði eftir gistingu í fangageymslu sökum þess að hann hafði ekki í önnur hús að venda. Þá var maður fluttur með sjúkrabíl á slysadeild á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum og misst meðvitund við fallið. Á sjöunda tímanum var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum grunaður um hótanir. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Tveir menn voru handteknir um klukkan fjögur í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna eftir að tilkynnt var um bílveltu á Vesturlandsvegi. Ekki er vitað um slys á fólki. Lögreglumál Seltjarnarnes Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Karlmaður og kona voru flutt á slysadeild á áttunda tímanum í gær eftir hjólaslys, konan á Seltjarnarnesi og maðurinn í Breiðholti. Í dagbók lögreglu segir að konan hafi dottið af reiðhjóli sínu og hlotið „aflögun á fingri“. Maðurinn var á bifhjóli en missti stjórn á því og ók á ljósastaur. Hann kenndi eymsla í handlegg eftir óhappið og var því fluttur á slysadeild líkt og áður segir. Þá hlupu ökumaður bíls og þrír farþegar af vettvangi þegar lögregla stöðvaði þá í miðbænum í gærkvöldi. Allir fjórir voru handteknir skömmu síðar. Grunur er um ölvun við akstur og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Um klukkan hálf tvö í nótt reyndi annar ökumaður sem stöðvaður var í Grafarvogi að hlaupa frá vettvangi. Hann er grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda og að fara ekki að fyrirmælum lögreglum. Þá var bíllinn sem hann ók enn á nagladekkjum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu á hóteli í Hlíðunum á öðrum tímanum í nótt þar sem maður hafði komið inn á hótelið og sofnað í anddyri. Hann var sagður í annarlegu ástandi. Að endingu náðist að vekja hann og færa á lögreglustöð, þar sem hann óskaði eftir gistingu í fangageymslu sökum þess að hann hafði ekki í önnur hús að venda. Þá var maður fluttur með sjúkrabíl á slysadeild á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa dottið í tröppum og misst meðvitund við fallið. Á sjöunda tímanum var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum grunaður um hótanir. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Tveir menn voru handteknir um klukkan fjögur í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna eftir að tilkynnt var um bílveltu á Vesturlandsvegi. Ekki er vitað um slys á fólki.
Lögreglumál Seltjarnarnes Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira