Kvenréttindi um allan heim Brynhildur Bolladóttir skrifar 19. júní 2020 09:30 Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun