Þarf að borga Barcelona milljarð til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 15:16 Neymar, sem fær hér að lýta rauða spjaldið í leik í febrúar, þarf að borga Barcelona yfir milljarð íslenskra króna. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira