Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 23:00 Sigurður Hrannar í leiknum í kvöld. Vísir/Haraldur Guðjónsson Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05