Óskar Hrafn: Tek stigin þrjú með glöðu geði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2020 21:35 Óskar Hrafn hefði viljað sjá lið sitt spila betur en var sáttur með þrjú stig. Vísir/Mynd Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Breiðablik vann Fylki í hörkuleik í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 1-0 en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki á allt sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann tekur hins vegar þremur stigum fagnandi. „Ég er mjög sáttur. Tek stigin þrjú með glöðu geði,“ sagði Óskar að leik loknum í Árbænum. „Við höfum oft verið betri. Vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en náðum ekki að vera nógu ógnandi á síðasta þriðjung. Svo fannst mér við ekki ná neinum takti í seinni hálfleik og við erum bara þakklátir fyrir markið. Strákarnir sýndu ákveðinn karakter sem var frábært að sjá því stundum þarf að grafa þegar hlutirnir – spilið og ryðminn eru ekki til staðar,“ sagði Óskar Hrafn um það hvernig leikurinn hefði horft við honum. Óskar heyrðist öskra „þolinmæði“ á sína menn í fyrri hálfleik. Hún skilaði sér í dag. „Kannski ekki alveg eins og ég var að meina en þegar þú mætir liði eins og Fylki sem er vel skipulagt, með fljóta menn fram á við og hörkuleikmenn eins og Helga Val (Daníelsson) og (Sam) Hewson þá þarftu að vera þolinmóður og velja augnablikið vel þegar þú ferð af stað fram á við því ef þú tapar honum þá eru þeir mjög hættulegir í transition.“ Óskar var eðlilega spurður út í markið sem Blikar skoruðu en var dæmt af um miðbik síðari hálfleiks. Boltinn fór í hendina á Höskuldi Gunnlaugssyni áður en hann skoraði. Það tók dómara leiksins hins vegar einstaklega langan tíma að flauta markið af. „Hendi á einhvern. Ég sá það ekki sko. Ég ætla bara að segja að þetta sé rétt hjá þeim, þeir hljóta að vita það. Þeir hefðu aldrei tekið svona afdrifaríka ákvörðun nema vera 100 prósent vissir um að hún væri rétt og ég virði það.“ „Svo sannarlega, hlaupandi,“ sagði Óskar að lokum aðspurður hvort hann hefði tekið sex stigum og markatölunni 4-0 úr fyrstu tveimur leikjunum fyrir mót.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Breiðablik 0-1 | Baráttusigur Blika í Lautinni Breiðabliksliðið skoraði þrjú mörk og fékk þrjú stig í fyrsta leiknum sínum í Pepsi Max deild karla en nú er komið að því að heimsækja Árbæinn. 21. júní 2020 21:00