Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira