Við eigum samleið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. júní 2020 11:30 Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun