Kjósum Guðna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 23. júní 2020 14:00 Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Sú tilfinning er góð að þegar líður að hádegi á nýársdag viti maður að upp úr hádeginu birtist á sjónvarpsskjánum manneskja sem eigi eftir að bregða upp svipmyndum úr þjóðlífinu frá sjónarhorni sem fengur er að. Þegar forsetum lýðveldisins hefur tekist best upp hefur manni fundist sú birta sem þau hafa varpað á viðfangsefnin í lífi lands og þjóðar vera svo sjálfsögð að þó það hafi ekki blasað við manni áður verður það manns eigið þaðan í frá. Þetta hefur nokkrum forsetum lýðveldisins tekist og þetta liggur einkar vel fyrir Guðna Th. Jóhannessyni. Þennan kost hans held ég megi rekja til yfirgripsmikillar þekkingar hans en ekki síður til auðmjúkrar afstöðu hans til hennar. Hann sýnir þá forvitni um hagi okkar og hugmyndir að þar hlýtur að búa að baki sú vissa að hann sé enn að læra. Þannig leiðir hann vangaveltur okkar um hvað sé farsælt og hvað geti síður verið til farsældar fallið. Það er verðmætt að þjóðin geti átt slík innihaldsrík samtöl samhliða eðlilegum ágreiningi um málefni dagsins. Það verðmæti held ég sé að birtast okkur í viðureigninni við yfirstandandi heimsfaraldur. Við höfum skipst á skoðunum um hvað sé farsælast í baráttunni við veiruna, þar sem stjórnvöld hafa viðurkennt að vita hugsanlega ekki allt best, en sýnum svo nauðsynlega samstöðu í daglegri hegðun okkar þannig að framúrskarandi árangur hefur náðst. Mér finnst þessi nálgun vera í samræmi við þann hógværa tón sem Guðni sló svo fersklega þegar hann gaf blessunarlega kost á sér fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum. Sumstaðar í veröldinni eru þjóðarleiðtogar þannig innréttaðir að viðhorf þeirra og framganga stendur í vegi fyrir árangri í mikilvægum málum þjóðanna. Sú er ekki raunin hér. Á Íslandi hefur Guðni forseti aukið við félagsauðinn en ekki dregið úr honum. Ein birtingarmynd þess sem í þjóðinni býr, hvað hún er fær um og hvað hún kann að meta, er kosningaþátttaka. Hver sem hin formlegu völd þjóðaleiðtoga eru, þá hafa þeir oftast talsverð áhrif. Þess vegna eru forsetakosningar mikilvægar til að sýna hvort við látum okkur í raun einhverju varða í hvaða átt samfélagið okkar þróast. Á laugardaginn er boltinn hjá okkur. Ég ætla að kjósa Guðna. Höfundur er sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun