Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 09:01 Ferðamenn í Króatíu. EPA/Antonio Bat Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira