Yfirvegun - ekki flumbrugang Janus Arn Guðmundsson skrifar 24. júní 2020 14:00 Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Forsetakosningar 2020 Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun