Fjölnir og FH naumlega í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins | Framlenging hjá ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 21:30 Morten Beck sá til þess að FH vann nauman sigur á Þrótti. Vísir/Daniel Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18