Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 15:00 Yrsa segir að með klóri geti bakteríur borist í sárin. Vísir/Vilhelm Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira