Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 15:00 Yrsa segir að með klóri geti bakteríur borist í sárin. Vísir/Vilhelm Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira