Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 11:17 Smit kom upp í ráðuneytum þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, þó ekki á ráðherragangi. Fimmtán starfsmenn ráðuneytisins eru komnir í sjálfskipað sóttkví. visir/vilhelm Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52