Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 11:17 Smit kom upp í ráðuneytum þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, þó ekki á ráðherragangi. Fimmtán starfsmenn ráðuneytisins eru komnir í sjálfskipað sóttkví. visir/vilhelm Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52