Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 13:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira