Endurtísti myndbandi af stuðningsmanni kalla „White Power“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 17:53 Donald Trump eyddi tístinu eftir að Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, gagnrýndi hann fyrir endurtístið. Drew Angerer/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann. Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti í dag myndbandi sem sýnir stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power). Stuðningsmaðurinn var í hópi eldri borgara á fjöldafundi til stuðnings við Trump sem haldinn var á heimili fyrir eldri borgara í Flórída. Á myndbandinu sjást stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Trump hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir spennu sem myndast hefur vegna kynþáttamisréttis undanfarið – hann hefur neitað þeim ásökunum í einu og öllu. Í tístinu, sem síðar var eytt, þakkaði forsetinn hinu „frábæra fólki í The Villages,“ og vísaði þar í samfélag eldri borgaranna sem staðsett er norðvestur af borginni Orlando þar sem fjöldafundurinn var haldinn. „Róttæka vinstrið og aðgerðarlausu demókratarnir munu falla í haust. Joe hinn spillti hefur verið skotinn. Sjáumst fljótlega!!!“ skrifaði forsetinn. Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Í myndbandinu sem fylgdi tístinu sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Tim Scott, eini svarti þingmaður Repúblikana, sagði í viðtali á CNN í dag að myndbandið hafi verið andstyggilegt og bað forsetann um að eyða tístinu. „Það er ekki spurning að hann hefði ekki átt að endurtísta því og hann ætti bara að eyða því,“ sagði hann.
Donald Trump Kynþáttafordómar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
The Rolling Stones hóta að kæra Trump fyrir óheimila laganotkun The Rolling Stones vöruðu Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að ef hann hætti ekki að spila lög þeirra á fjöldafundum sínum muni þeir kæra hann. 28. júní 2020 15:15
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. 26. júní 2020 08:01