Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:06 Meðan ferðagjöfin gildir ekki á tjaldsvæði þá hins vegar vilja veitingamenn í Reykjavík gera sér mat úr henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur líkast til ekki séð það fyrir. visir/vilhelm/getty/tumi Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19
Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15