Furðufiskur dorgveiðinnar reyndist vera rauðmagi Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 16:20 Ekkert skorti upp á einbeitinguna hjá hinum ungu dorgveiðimönnum. visir/vilhelm Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm
Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira