Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“ Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 11:03 Bjarni Benediktsson lagðist gegn frumvarpi Pírata í nótt. Vísir/Vilhelm Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira