Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“ Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 11:03 Bjarni Benediktsson lagðist gegn frumvarpi Pírata í nótt. Vísir/Vilhelm Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira