Vigdísi blöskrar hispurslausar skreytingar á strætisvögnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 10:42 Vigdís fær þetta hispursleysi ekki til að ganga upp, nema ef vera kynni að þarna væri um að ræða auglýsingu frá Ljósmæðrafélaginu? visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins spyr hvort þeir hjá Strætó séu að missa vitið? Tilefni þeirra afgerandi vangaveltna hennar eru skreytingar sem sjá má á strætisvögnum og Vísir hefur reyndar greint frá. Sem sagt teikningu af konu sem er að fæða barn. „Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?“ spyr borgarfulltrúinn hissa og hneykslaður í senn á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að nekt sé mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu: „Og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ segir Vigdís. Ljóst er að henni þykir þetta afar óviðeigandi. Vigdís veltir því fyrir sér hvort þarna sé hugsanlega um keypta auglýsingu að ræða eða hvort verið geti að þetta sé að frumkvæði Stætó: „Mér sýnist textinn vera „Við tökum vel á móti þér“ - er þetta auglýsing frá ljósmæðrafélaginu?“ spyr Vigdís enn. Og Vigdís á kollgátuna með kenningu sem hún setti fram sem fráleita. Ljósmæðrafélag Íslands stendur að baki vagninum sem er rafvagn og fór í jómfrúarferð sína 24. júlí og var þá haldið af stað frá Spöng; teikningunni einmitt ætlað að vera til heiðurs þeirri dáðu stétt. Reykjavík Strætó Borgarstjórn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins spyr hvort þeir hjá Strætó séu að missa vitið? Tilefni þeirra afgerandi vangaveltna hennar eru skreytingar sem sjá má á strætisvögnum og Vísir hefur reyndar greint frá. Sem sagt teikningu af konu sem er að fæða barn. „Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?“ spyr borgarfulltrúinn hissa og hneykslaður í senn á Facebooksíðu sinni. Vigdís segir að nekt sé mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu: „Og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ segir Vigdís. Ljóst er að henni þykir þetta afar óviðeigandi. Vigdís veltir því fyrir sér hvort þarna sé hugsanlega um keypta auglýsingu að ræða eða hvort verið geti að þetta sé að frumkvæði Stætó: „Mér sýnist textinn vera „Við tökum vel á móti þér“ - er þetta auglýsing frá ljósmæðrafélaginu?“ spyr Vigdís enn. Og Vigdís á kollgátuna með kenningu sem hún setti fram sem fráleita. Ljósmæðrafélag Íslands stendur að baki vagninum sem er rafvagn og fór í jómfrúarferð sína 24. júlí og var þá haldið af stað frá Spöng; teikningunni einmitt ætlað að vera til heiðurs þeirri dáðu stétt.
Reykjavík Strætó Borgarstjórn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira