Tækifærin í sameinuðu sveitarfélagi Hildur Þórisdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:30 Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Nýsköpun Skóla - og menntamál Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar