Fimm greindust með veiruna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2020 11:39 Byrjað var að skima á landamærum 15. júní. Vísir/Vilhelm Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Þá greindust einnig þrjú innanlandssmit í gær á veirufræðideld Landspítala í gær. Þegar var búið að greina frá umræddum smitum en þau má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í byrjun síðustu viku og eru því innanlandssmit. Öll þrjú voru í sóttkví við greiningu, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, og eru nú í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og fjölgar þeim um þrjú frá því í gær. Frá upphafi faraldurs hafa 1855 smit greinst á landinu. 438 eru í sóttkví og fækkar um tvo milli daga. Þá segir í tilkynningu sóttvarnalæknis að þau sem hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga við komu til landsins hafi öll farið eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda eftir sýnatöku og takmarkað samneyti við annað fólk. „Það eykur öryggi almennings og auðveldar mjög alla vinnu við rakningu,“ segir í tilkynningu. „Við brýnum fyrir fólki sem kemur að utan að hafa hægt um sig fyrstu daga eftir heimkomu og hafa samband við heilsugæslu ef það finnur fyrir einkennum.“ Alls eru sjö sem komið hafa erlendis frá með virk smit en 25 eru með mótefni og ekki smitandi. Tveir bíða eftir niðurstöðum. Innanlandssmit eru orðin ellefu og smit sem rekja má til útlanda eru 31. Upprunaland er óþekkt í þremur tilfellum, samkvæmt tölum af Covid.is. Enginn upplýsingafundur vegna veirunnar verður haldinn í dag, líkt og verið hefur síðustu föstudaga. Næstu upplýsingafundir almannavarna verða haldnir þriðjudaginn 7. júlí og fimmtudaginn 9. júlí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Þá greindust einnig þrjú innanlandssmit í gær á veirufræðideld Landspítala í gær. Þegar var búið að greina frá umræddum smitum en þau má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í byrjun síðustu viku og eru því innanlandssmit. Öll þrjú voru í sóttkví við greiningu, að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, og eru nú í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og fjölgar þeim um þrjú frá því í gær. Frá upphafi faraldurs hafa 1855 smit greinst á landinu. 438 eru í sóttkví og fækkar um tvo milli daga. Þá segir í tilkynningu sóttvarnalæknis að þau sem hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga við komu til landsins hafi öll farið eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda eftir sýnatöku og takmarkað samneyti við annað fólk. „Það eykur öryggi almennings og auðveldar mjög alla vinnu við rakningu,“ segir í tilkynningu. „Við brýnum fyrir fólki sem kemur að utan að hafa hægt um sig fyrstu daga eftir heimkomu og hafa samband við heilsugæslu ef það finnur fyrir einkennum.“ Alls eru sjö sem komið hafa erlendis frá með virk smit en 25 eru með mótefni og ekki smitandi. Tveir bíða eftir niðurstöðum. Innanlandssmit eru orðin ellefu og smit sem rekja má til útlanda eru 31. Upprunaland er óþekkt í þremur tilfellum, samkvæmt tölum af Covid.is. Enginn upplýsingafundur vegna veirunnar verður haldinn í dag, líkt og verið hefur síðustu föstudaga. Næstu upplýsingafundir almannavarna verða haldnir þriðjudaginn 7. júlí og fimmtudaginn 9. júlí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira