Óbreyttar veirutakmarkanir til 26. júlí vegna bakslags Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40
Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50