Broadway-stjarna lést eftir baráttu við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 08:44 Cordero var 41 árs. Vivien Killilea/Getty Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Broadway-leikarinn Nick Cordero lést í gær af völdum Covid-19. Hann var 41 árs. Frá þessu er meðal annars greint á vef CNN, en eiginkona Cordero, Amanda Kloots, greindi fyrst frá andláti hans á Instagram-reikningi sínum. „Guð hefur fengið sendan nýjan engil. Elskulegur eiginmaður minn lést í morgun. Hann var umvafinn ást hjá fjölskyldu sinni sem söng og bað á meðan hann yfirgaf þessa jarðvist,“ skrifaði Kloots meðal annars á Instagram. Cordero greindist með Covid-19 í mars á þessu ári og var fljótlega lagður inn á spítala. Kloots uppfærði aðdáendur leikarans reglulega um stöðuna á honum, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á einum tímapunkti. Þá hlaut Cordero alvarlega lungnaskaða af sjúkdóminum, en Kloots hefur sagt frá því að hann hefði líklega þurft tvö ný lungu til þess að ná sér af eftirköstum sjúkdómsins. Cordero var fæddur og uppalinn í Kanada, en fluttist síðar til New York og reyndi fyrir sér í leiklist. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Boradway-verkum eins og Waitress og A Bronx Tale. Eins kom hann fram í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við Blue Bloods, Law & Order: Special Victims Unit og Lilyhammer. Cordero kynntist Kloots þegar þau unnu saman að verkinu Bullets over Broadway, hvar hann lék og hún dansaði. Cordero var árið 2014 tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn í því verki. Auk eiginkonu sinnar lætur Cordero eftir sig einn son sem þau áttu saman, hinn eins árs gamla Elvis. View this post on Instagram A post shared by AK! ⭐️ (@amandakloots) on Jul 5, 2020 at 6:05pm PDT
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira