Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 12:00 Nökkvi Þeyr þarf að fylgjast með sínum mönnum í KA af hliðarlínunni næstu vikurnar. vísir/auðunn Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Nökkvi Þeyr Þórisson, framherji KA, er ristarbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar. Dalvíkingurinn hafði spilað kvalinn í einhvern tíma áður en hann fór í myndatöku. Þar kom í ljós að hann er ristarbrotinn. „Það er ekki alveg vitað hvenær þetta gerðist. Ég var með verk í ristinni en spilaði í gegnum sársaukann. En hann jókst og jókst þannig ég ákvað að fara í myndatöku. Og þá kom í ljós að ég var fótbrotinn,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi í dag. Hann grunar að hann hafi brotnað í leiknum gegn Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 20. maí en læknar telja að það gæti hafa gerst enn fyrr, jafnvel í janúar. Ef allt gengur að óskum vonast Nökkvi til að geta byrjað að æfa aftur eftir fjórar vikur. „Læknirinn vildi senda mig beint í aðgerð en þá væri tímabilinu lokið hjá mér. Hinn möguleikinn var að fara í göngugifs, vera í því í fjórar vikur og prófa svo til að sjá hvort ég væri enn með verk. Ef verkurinn er enn til staðar verð ég tvær vikur í viðbót í gifsi og prófa svo aftur. Og ef það gengur ekki fer ég í aðgerð,“ sagði Nökkvi. „Vonandi get ég spilað eftir þessar 4-6 vikur, klárað tímabilið og farið svo í aðgerð. Þeir vilja alltaf senda mig í aðgerð upp á öryggið.“ Nökkvi byrjaði tímabilið af krafti. Dalvíkingurinn skoraði í 3-1 tapinu fyrir ÍA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar og í bikarleiknum gegn Leikni R. skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég bjóst ekkert við því að ég væri fótbrotinn þar sem ég var að spila. Þetta var áfall. Þetta kallast álagsbrot og það hefur eitthvað gefið sig,“ sagði Nökkvi. Hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er fótbrotinn. Tvíburabróðir hans, Þorri Mar, varð fyrir sömu meiðslum. „Þetta er nákvæmlega sama brot og bróðir minn er með, bara á hinum fætinum. Þetta er bara speglun. Við erum eineggja tvíburar þannig ég gat ekki verið minni maður,“ sagði Nökkvi hlæjandi að lokum. KA gerði 2-2 jafntefli við topplið Breiðabliks í gær. KA-menn eru í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Sjáðu ótrúlega dramatík í lok leiks KA og Breiðabliks KA tók á móti Breiðablik í Pepsi Max deild karla í dag. Lokatölur 2-2 en lokamínútur leiksins voru dramatískar. 5. júlí 2020 19:45
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25