Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 12:52 Samningarnefnd FFÍ á fundi hjá ríkissáttasemjara á meðan viðræður stóðu sem hæst. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) felldu nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Icelandair mun nú meta þá möguleika sem eru í stöðunni. Samningurinn var felldur með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna FFÍ. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Icelandair og FFÍ. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið undanfarnar vikur og mánuði. Samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. „Með þessum samningi gengum við eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ. Þessi samningur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði en á sama tíma aukið samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Þetta eru því mikil vonbrigði. Nú verðum við að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og munum gera það hratt og örugglega. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórna félaginu að tryggja rekstrargrundvöll þess til framtíðar og þar með verðmæti fyrir þjóðarbúið og mikilvæg störf, þar á meðal störf flugfreyja og flugþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Afgerandi meirihluti felldi samninginn 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Í tilkynningu frá FFÍ segir að viðræður félagsins við Icelandair verði teknar upp að nýju svo fljótt sem auðið er. „Stjórn og samninganefnd FFÍ þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð eða 85,3% og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi. Það að nýr kjarasamningur hafi verið felldur með afgerandi hætti sýnir vel að félagsmenn telja of langt gengið í þeim hagræðingarkröfum sem fólust í nýjum samningi. Stjórn og samninganefnd mun nú fara yfir málið og mæta á fund ríkissáttasemjara þegar til hans verður boðað með ríkan samningsvilja líkt og áður,“ segir í tilkynningu FFÍ. Kjaraviðræður FFÍ og Icelandair voru langar og strangar. Samningur félaganna var loks undirritaður í lok júní og hófst atkvæðagreiðsla um hann í lok síðustu viku. Icelandair segir í sinni tilkynningu að samningurinn hafi verið í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að „auka vinnuframlag en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna.“ Icelandair hefur nú þegar gengið frá samningum við flugmenn og flugvirkja en eins og fram hefur komið eru langtímasamningar við flugstéttir ein af forsendum þess að félagið geti lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sem nú stendur yfir og hafið fyrirhugað hlutafjárútboð. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) felldu nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Icelandair mun nú meta þá möguleika sem eru í stöðunni. Samningurinn var felldur með rétt tæpum 73% atkvæða félagsmanna FFÍ. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Icelandair og FFÍ. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group í tilkynningu að allt kapp hafi verið lagt á að ná samningum við Flugfreyjufélagið undanfarnar vikur og mánuði. Samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst og það hafi verið vonbrigði að hann hafi verið felldur. „Með þessum samningi gengum við eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ. Þessi samningur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði en á sama tíma aukið samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Þetta eru því mikil vonbrigði. Nú verðum við að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og munum gera það hratt og örugglega. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórna félaginu að tryggja rekstrargrundvöll þess til framtíðar og þar með verðmæti fyrir þjóðarbúið og mikilvæg störf, þar á meðal störf flugfreyja og flugþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Afgerandi meirihluti felldi samninginn 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Í tilkynningu frá FFÍ segir að viðræður félagsins við Icelandair verði teknar upp að nýju svo fljótt sem auðið er. „Stjórn og samninganefnd FFÍ þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð eða 85,3% og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi. Það að nýr kjarasamningur hafi verið felldur með afgerandi hætti sýnir vel að félagsmenn telja of langt gengið í þeim hagræðingarkröfum sem fólust í nýjum samningi. Stjórn og samninganefnd mun nú fara yfir málið og mæta á fund ríkissáttasemjara þegar til hans verður boðað með ríkan samningsvilja líkt og áður,“ segir í tilkynningu FFÍ. Kjaraviðræður FFÍ og Icelandair voru langar og strangar. Samningur félaganna var loks undirritaður í lok júní og hófst atkvæðagreiðsla um hann í lok síðustu viku. Icelandair segir í sinni tilkynningu að samningurinn hafi verið í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að „auka vinnuframlag en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna.“ Icelandair hefur nú þegar gengið frá samningum við flugmenn og flugvirkja en eins og fram hefur komið eru langtímasamningar við flugstéttir ein af forsendum þess að félagið geti lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sem nú stendur yfir og hafið fyrirhugað hlutafjárútboð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00
Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18