Kveikt var í styttu af Melania Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 21:21 Styttan í Melania Trump sem stóð nærri heimabæ hennar í Slóveníu. Vísir/AP Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu. Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu.
Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira