Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 21:29 Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, árið 2018. Hann er sakaður um ýmis konar fjármálalega spillingu. AP/Esteban Felix Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga. Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga.
Spánn Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira