Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 13:00 „Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman. Þingvellir Tímamót Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Mikill harmur er kveðinn að íslenzku þjóðinni.“ Þetta voru upphafsorð forsíðurfréttar Vísis 10. júlí árið 1970 þar sem þjóðinni voru sögð þau sorgartíðindi að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigríður Björnsdóttir, eiginkona hans og Benedikt Vilmundarson, fjögurra ára dóttursonur þeirra hefðu látist í eldsvoða á Þingvöllum. Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt. Benedikt Vilmundarson var fjögurra ára þegar hann lést með afa sínum og ömmu í brunanum á Þingvöllum. Hann var sonur alþingismannanna Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar.Vísir Hollenskir ferðamenn voru fyrstir á vettvang brunans. Í nokkurri fjarlægð töldu þeir í fyrstu að um varðeld væri að ræða en við nánari athugun kom allt fyrir ekki. Þegar þeir komu að bústaðnum logaði eldur út úr stofuglugga í suðausturhorni hússins og var greinilegt að mikill eldur var í húsinu. Konungsbústaðurinn, svokallaði, brann til grunna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býður í dag þingmönnum á sérstaka minningarathöfn á þessum sorglegu tímamótum. Minningarsteinn um þennan atburð var reistur þar sem húsið stóð árið 1971. Efnt var til minningarathafnar um eldsvoðann og fráfall forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra árið 1995 þegar 25 ár voru liðin frá atburðinum. Athöfnin í dag mun fara fram við umræddan minningarstein klukkan 15.00. Í sorgarorðum þáverandi forseta Íslands, Kristjáns Eldjárns, segir að slíkur atburður sé hörmulegri en svo að orðum verði yfir komið. Í einu vetfangi hafi í burtu verið svipt traustum forystumanni sem um langan aldur hafi staðið í fylkingarbrjósti og verið í fyrirsvari í þjóðlífinu. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum, 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar, ráðherranna fyrrverandi. Bjarni og Sigríður gengu í hjónaband 1943 og áttu fjögur börn saman.
Þingvellir Tímamót Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira