Dúxinn ánægður með að réttlætið hafi sigrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 16:09 Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Samsett „Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“ Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
„Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“
Akureyri Skóla- og menntamál Dúxar Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14
Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10
Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12