Mánudagsþreytan í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:00 Ertu oft þreytt/ur í vinnunni á mánudögum? Vísir/Getty Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið. Góðu ráðin Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið.
Góðu ráðin Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira