Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki mikið frí til að jafna sig eftir tímabilið með Wolfsburg því Lyon er komið á fullt að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Getty/Karl Bridgeman Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er nú byrjuð að æfa með franska stórliðinu Olympique Lyonnais en hún samdi við Evrópumeisatara síðustu fjögurra ára á dögunum. Olympique Lyonnais birti mynd af Söru Björk á æfingu liðsins á Instagram síðu sinni en hinir leikmenn liðsins voru þá komnir til baka út æfingaferð frá Tignes í frönsku Ölpunum. Sara Björk skrifaði undir tveggja ára samning við frönsku Evrópumeistarana eftir að hafa spilað undanfarin fjögur ár með Wolfsburg í Þýskalandi. View this post on Instagram Pour ce 14 juillet, nos joueuses e taient de retour au Groupama Training Center ! La pre paration se poursuit @damienlgphoto Back to Groupama Training Center! A post shared by Olympique Lyonnais (@ol) on Jul 14, 2020 at 3:16am PDT Sara Björk missti af bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi vegna félagsskipta sinna til Lyon en Wolfsburg vann tvöfalt öll fjögur ár hennar hjá félaginu. Franska tímabilið 2019-20 var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og því er í raun undirbúningstímabil að hefjast skömmu eftir að Sara Björk lauk sínu tímabili með Wolfsburg. Sara Björk fékk því ekki langt sumarfrí. Lyon liðið er að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en fyrst á dagskrá er þó að verja titilinn í Meistaradeildinni. Átta liða úrslitin fóru aldrei fram í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins en Meistaradeildin verður nú kláruð á tíu dögum í ágústmánuði og verða leikirnir allir spilaðir á tveimur völlum í baskaborgunum San Sebastián og Bilbao á Spáni. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum 22. ágúst og vinnist sá leikur bíður leikur á móti Arsenal eða Paris Saint-Germain í undanúrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira