Segir kosningabaráttu Kanye West lokið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:54 Kanye West, með rauða derhúfu, á fundi með Donald Trump í forsetaskrifstofunni í október árið 2018. Ap/Evan Vucci Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05